Fara í efni

INSPIRE gögn

Fyrstu prufur með yfirfærslu gagna á INSPIRE form eru hafnar hjá Landmælingum Íslands, en þær eru hluti af Evrópuverkefninu eENVplus sem stofnunin er þátttakandi í. Markmiðið með yfirfærslunum er að til verði gögn sem uppfylla kröfur INSPIRE að fullu, en í fyrstu er unnið að yfirfærslu á stjórnsýslumörkum og er notast við EBM gagnasett stofnunarinnar í þessu verkefni. Töflur sem nýttar eru við yfirfærsluna hafa verið útbúnar en með þeim er undirbúið hvernig gögn varpast úr EBM staðli og strúktúr yfir á INSPIRE form. Hugbúnaðurinn sem nýttur er í þessa yfirfærslu er opinn hugbúnaður sem nefnst HUMBOLT Alignment Editor (HALE). Með prufukeyrslu á vörpun gagna yfir á INSPIRE form eru Landmælingar Íslands að fá mikilvæga reynslu fyrir heildarferli INSPIRE en um leið aukinn skilning á kröfum tilskipunarinnar.