Fara í efni

Innleiðing INSPIRE gengur vel

Dagana 1. – 3. október tóku Landmælingar Íslands þátt í eENVplus ráðstefnu og vinnufundi sem haldinn var í Aþenu í Grikklandi. Fundurinn markaði mikilvæg tímamót vegna innleiðingar eENVplus (http://www.eenvplus.eu/ ) og INSPIRE þar sem Landmælingar Íslands hafa nú lokið við að samræma þrjú landupplýsingagagnasöfn í að kröfum INSPIRE. Þetta er mikilvægt skref í átt að innleiðingu INSPIRE á Íslandi. Samræming landupplýsingagagnasafna var kynnt á ráðstefnu GI Norden sem haldin var á Grand Hotel í Reykjavík þann 10. október 2014. Glærur frá kynningunni má sjá hér.