Hafsjá opnuð
Fiskistofa opnaði á dögunum Hafsjá sem unnin er í samvinnu við Landmælingar Íslands, Hafrannsóknastofnun og Matvælastofnun.
Hafsjáin var átaksverkefni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna Covid19. Þrjár stofnanir ráðuneytisins voru fengnar til þess að veita aðgengi að gögnum og Landmælingar voru fegnar til að stýra verkefninu vegna hlutverks stofnunarinnar við innleiðingu laga um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Nú þegar eru gögn inni í hafsjánni frá öðum stofnunum en þeim sem tóku þátt í verkefninu ásamt erlendum gögnum. Ætlunin er að geta sýnt sem flestar (land)upplýsingar um hafið á einum stað.
Meðal þess sem hægt er að skoða í Hafsjánni eru allar skyndilokanir og reglugerðarlokanir, sem Fiskistofa hefur haldið utan um, upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun um veiðisvæði eftir veiðarfærum og upplýsingar frá Matvælastofnun um sjókvíaeldi og skelfiskaeldi.
Stöðugt er unnið að því að bæta inn gögnum sem tengjast vistkerfi hafsins og verða þau gerð aðgengileg í Hafsjánni um leið og þau eru tilbúin.
Hafsjá má nálgast á slóðinni https://atlas.lmi.is/mapview/?application=haf