Grunngerðarverkefnin framundan á haustmánuðum 2012
Á undanförnum vikum hafa Landmælingar Íslands unnið að verkáætlun vegna grunngerðar landupplýsinga fyrir haustið 2012. Áætlunin snertir á ýmsan hátt þá opinberu aðila sem starfa með landupplýsingar og vonast LMÍ eftir góðu samstarfi hér eftir sem hingað til. Áætlun haustsins er í stórum dráttum þessi:
Â
Lýsigögn: Lýsigögn LMÍ fyrir önnur gögn en IS 50V verða skráð í Landupplýsingagáttina. Einkum er þá litið til gagna sem unnin eru í tengslum við Evrópugrunna, IS 500V og fleiri gögn. Eftirfylgni með lýsigagnaskráningu vegna grunngerðar hjá öðrum stofnunum verður haldið áfram og mega stofnanir búast við ítrekun á þessu nú á næstu vikum. Þær stofnanir sem óska eftir aðstoð vegna skráningar gagna sinna geta haft samband við þau Önnu Guðrúnu anna@lmi.is eða Saulius saulius@lmi.is hjá Landmælingum Íslands vegna þessa. Mikilvægt er að stofnanir hefji skráningu lýsigagna af fullum krafti sem allra fyrst.
Â
Gagnaþjónusta: Unnið er að því að útbúa svokallaða wms þjónustu og/eða Arc rest þjónustu fyrir gögn LMÍ. LMÍ hvetja stofnanir til að koma upp slíkri þjónustu fyrir gögn sín en það mun bæta til muna aðgengi að gögnunum og þar með notkun þeirra m.a. hjá öðrum stofnunum. Vegna aðstoðar við að koma upp slíkri þjónustu er aðilum bent á að hafa samband við hana Ástu Kristínu hjá LMÍ, asta@lmi.is.
Â
INSPIRE gögn: Vegna gagnaskipulags INSPIRE tilskipunarinnar hafa starfsmenn Landmælinga Íslands unnið að því að lesa og setja sig inn svokallaðar leiðbeiningar (Guidelines) fyrir einstök gagnaþemu. Ákveðið hefur verið að einbeita sér að vatnafars- og samgönguþemum tilskipunarinnar í fyrstu atrennu þar sem þau gögn eru í viðauka I í tilskipuninni og þess vegna þau fyrstu sem Ísland þarf að afhenda vegna INSPIRE. Þar sem fleiri stofnanir en LMÍ hafa umrædd gögn eða gögn sem tengjst þeim þá munu LMÍ óska eftir samstarfsaðilum í vinnuhópa við nokkrar stofnanir nú í september. Gert er ráð fyrir að sent verði út kynningarbréf vegna þessa og vonast LMÍ eftir góðum viðtökum þess. Þeir sem vilja kynna sér málið betur geta haft samband við Eydísi Líndal, elf@lmi.is.
Landupplýsingagátt: Áfram verður unnið að uppbyggingu Landupplýsingagáttarinnar en þeir sem hafa athugasemdir eða ábendingar um það sem betur má fara í sambandi við gáttina er bent á Saulius@lmi.is eða anna@lmi.is. Landupplýsingagáttina má nálgast á vefslóðunum http://gatt.lmi.is eða http://geoportal.lmi.is
Â
Â
Skýrslugerð: Unnið verður að skýrslugerð annars vegar vegna INSPIRE og hins vegar vegna könnunar sem framkvæmd var hér á landi í tengslum við grunngerðina.
Unnið verður að gerð árlegrar skýrslu annarsvegar og þriggja ára samantektarskýrslu hinsvegar vegna innleiðingar INSPIRE á Íslandi sem skila þarf til skrifstofu Evrópska Efnahagssvæðisins í maí á næsta ári.
Gerð var könnun sem fyrirtækið ALTA vann fyrir LMÍ, þar sem m.a. var spurt um gögn og helstu atriði þeim tengd. LMÍ munu vinna skýrslu út frá niðurstöðum könnunarinnar og m.a. gera samanburð við svipaða könnun sem gerð var af LMÍ árið 2008. LMÍ vilja þakka öllum þeim stofnunum sem svöruðu könnuninni fyrir þeirra framlag sem er mikilvægt skref í uppbyggingu grunngerðar landupplýsinga á Íslandi. Kynning á niðurstöðum könnunarinnar er áætluð á haustmánuðum ásamt samantektarskýrslunni.
Â
Aðstoð frá UK: Í októbermánuði er áætlað að starfsmenn frá LMÍ fari í heimsókn til Bretlands á vegum Taiex styrkjakerfis Evrópusambandsins. Tilgangur heimsóknarinnar er að setja sig inn í uppbyggingu SDI hjá Skotum og Norður Írum til að flýta fyrir slíkri uppbyggingu hér á landi. Þá er einnig gert ráð fyrir að hingað til lands komi lögfræðingur með sérþekkingu á INSPIRE og leyfismálum gagna. Sú heimsókn er einnig á vegum Taiex og munu LMÍ í samvinnu við lögfræðing frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu standa að verkefninu.
Â
Norrænt samstarf: LMÍ hafa undanfarin verið þátttakendur í norrænum vinnuhópi um INSPIRE. Hópurinn er starfræktur með það að markmiði að miðla þekkingu milli Norðurlandanna um INSPIRE ásamt því að ræða saman um sameiginlega hagsmuni landanna gagnvart Evrópusambandinu í tengslum við tilskipunina. Hópurinn hittist tvisvar sinnum á ári og taka starfsmenn LMÍ að jafnaði þátt í öðrum af þeim fundi. Norræna samstarfið er mikilvægur vettvangur fyrir Ísland vegna innleiðingar INSPIRE en í þessum vinnuhópi taka þátt starfsmenn frá korta- og fasteignastofnunum Norðurlandanna (þó ekki Færeyja og Grænlands) auk starfsmanna þeirra ráðuneyta sem fara með málið í hverju landi.
Â
Kynningar á grunngerðar verkefninu: Verið er að huga að því að halda kynningu á stöðu verkefnisins á næstu mánuðum og er stefnan fyrst sett á ráðstefnu LÍSU samtakanna Landupplýsingar 2012.
Â
Þá munu starfsmenn LMÍ vinna áfram í samstarfi við samráðsnefnd um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á vegum Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Â
Af ofangreindu er ljóst að mikið verður um að vera hjá stofnuninni á haustmánuðum vegna innleiðingar grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslands og vonar stofnunin eftir góðu samstarfi við aðrar stofnanir sem bera ábyrgð á landupplýsingum.
Â
Â
Eydís Líndal Finnbogadóttir
Â
Forstöðumaður sviðs miðlunar og grunngerðar
Landmælingar Íslands