Grunngerð landupplýsinga á norðurheimskautssvæðinu
Þann 14.- 15. október síðastliðinn hittust fulltrúar kortastofnana Íslands, Noregs, Danmerkur/Grænlands, Rússlands, Kanada, Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Finnlands ásamt fulltrúa frá Arctic Council, í Brussel. Tilgangur fundarins var að hefja formlega uppbyggingu grunngerðar landupplýsinga á norðurheimskautssvæðinu (Arctic SDI).
Meginmarkmið verkefnisins er að byggja upp einsleitan kortagrunn af norðurheimskautssvæðinu sem á að verða grunnkort fyrir ýmis þemakort og vöktun á þessu mikilvæga svæði.
Á fundinum var ákveðið að hefja formlega skipulagningu verksins og á henni að vera lokið þegar hópurinn hittist í Reykjavík í mars 2011. Þá hefst vinnan við sjálfa framkvæmdina sem er rekstur kortaþjónustu fyrir norðurheimskautssvæðið.
Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands fer fyrir Norðurlandaþjóðunum í þessu verkefni en einnig kemur CAFF skrifstofa Arctic Council á Akureyri að málinu.