Grunngerð landupplýsinga í Danmörku
Fundur með Ulla Kronborg Mazzoli frá dönsku kortastofnuninni KMS
Fimmtudaginn 22. mars 2012 boðuðu Landmælingar Íslands til fundar meðal sérfræðinga frá stofnunum, ráðuneytum og sveitarfélögum sem þurfa að takast á við að innleiða ný lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandi
en þau lög byggja á svokallaðri INSPIRE-tilskipun Evrópusambandsins.
Gestur fundarins og aðalfyrirlesari var Ulla Kronborg Mazzoli frá dönsku kortastofnuninni KMS en hún er landstengiliður vegna innleiðingar grunngerðar landupplýsinga í Danmörku. Auk Ullu héldu Eydís Líndal Finnbogadóttir forstöðumaður hjá Landmælingum Íslands og Árni Geirsson verkfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta fyrirlestra. Eydís fór yfir hvar við stöndum í innleiðingu INSPIRE-tilskipunarinnar á Íslandi og Árni sýndi dæmi um hvernig staðlar og gagnamódel sem hafa verið útbúin vegna INSPIRE-tilskipunarinnar nýtast beint með mikilli hagræðingu í för með sér við að byggja stafrænt skipulag á Íslandi á grundvelli nýrra skipulagslaga og nýrrar skipulagsreglugerðar. Fundarstjóri var Saulius Prizginas en Gunnar H. Kristinsson forstöðumaður hjá Landmælingum Íslands flutti samantekt í lok fundarins.
Glærur fyrirlesarar og samantekt Gunnars er hægt að nálgast hér fyrir neðan:
INSPIRE – What is needed? - Ulla Kronborg Mazzoli, KMS
Innleiðing Inspire á Íslandi – hvar erum við stödd? - Eydís Líndal Finnbogadóttir, LMÍ
Stafrænt skipulag - Árni Geirsson, Alta
Samantekt af fundinum - Gunnar H. Kristinsson, LMÍ