Græn skref hjá Landmælingum Íslands
Landmælingar Íslands eru meðal fyrstu ríkisstofnana til að aðlaga starfsemi sína að Grænum skrefum í ríkisrekstri og hafa náð fyrsta skrefi í þeirri aðlögun. Græn skref eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum, meðal annars með það að markmiði að gera starfsemi ríkisins umhverfisvænni, draga úr rekstrarkostnði, auka vellíðan og bæta starfsmumhverfi starfsmanna. Græn skerf eru innleidd í fjórum áföngum og nú þegar fyrsta skrefi er náð, mun stofnunin vinna markvisst að áframhaldandi vinnu við að ná næsta skrefi. Sagt er frá Grænum skrefum í ríkisrekstri í frétt á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hægt er að fræðast frekar um verkefnið á vefnum www.graenskref.is