Fara í efni

Greinargerð og tillögur um innleiðingu INSPIRE á Íslandi

Þann 15. maí 2007 tók gildi í Evrópusambandinu tilskipun um notkun og miðlun landupplýsinga sem nefnist INSPIRE (http://www.ec-gis.org/inspire). Markmið tilskipunarinnar er að samræma og samnýta opinberar landupplýsingar, einkum í þágu umhverfismála. Eitt af lykilatriðum tilskipunarinnar er átak við aðgera opinberar landupplýsingar aðgengilegar á netinu til hagsbóta fyrir allt samfélagið. INSPIRE mun taka gildi á Íslandi á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

Það er mat umhverfisráðuneytisins að með því að fylgja hugmyndafræði INSPIRE felist mikil tækifæri til umbóta og hagræðingar meðal opinberra stofnana hér á landi. Nú er unnið að því í umhverfisráðuneytinu að undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar sem þörf er á vegna INSPIRE, en áskilið er að hún verði innleidd í íslensk lög fyrir 15. maí 2009. Landmælingar Íslands hafa nýlega unnið fyrir umhverfisráðuneytið greinargerð og tillögur um innleiðingu