Fara í efni

GNSS-jarðstöðvakerfi

Landmælingar Íslands vinna að því að byggja upp GNSS-jarðstöðvakerfi sem starfar í rauntíma. Við hönnun kerfisins var leitast við að nýta sem flestar stöðvar sem nú þegar eru í gangi og notaðar eru í öðrum verkefnum.

Nú nýverið var jarðstöð við Fjórðungsöldu tengd við kerfið en hún tilheyrir einmitt alþjóðlega rannsóknarverkefninu CHIL (Central Highland Iceland GPS) og er í umsjá Háskóla Íslands og Veðurstofunnar. Einnig var bætt við stöð við Mývatn og er hún í umsjón German Geodetic Research Institute í München. Mæligögn frá stöðvunum streyma til LMÍ í rauntíma og eru þau aðgengileg í GNWEB-þjónustu LMÍ.

Alls eru stöðvarnar orðnar 7 í GNSS-jarðstöðvakerfi LMÍ; í Reykjavík, á Ísafirði, á Akureyri, við Mývatn, á Heiðarseli rétt norðan við Egilsstaði, við Fjórðungsöldu og á Höfn í Hornafirði en stefnt er á að bæta enn fleiri stöðvum við á þessu ári.