Fara í efni

Gönguferð á Degi íslenskrar náttúru

Næstkomandi mánudag 16. september verður Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur, en haldið er upp á daginn ár hvert. Í tilefni dagsins bjóða Landmælingar Íslands upp á örnefnagöngu á Akrenesi undir leiðsögn Ásmundar Ólafssonar, fyrrum forstöðumanns Dvalarheimilisins Höfða. Gengið verður frá Akranesvita kl 16:30 að Aggapalli við Langasand og mun Ásmundur segja frá helstu örnefnum, kennileitum og sögum sem þeim tengjast. Í Akranesvita verður boðið upp á tónlistaratriði, einnig verður boðið upp á kaffi og kleinur á Aggapalli.

Fræðast má nánar um Dag íslenskrar náttúru á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

 

 

Â