Fundur gæðahóps EuroGeographics
Í síðustu viku var haldinn fundur gæðahóps EuroGeographics. Landmælingar Íslands og Þjóðskrá stóðu sameiginlega að fundinum sem haldinn var hjá Þjóðskrá. Fundurinn var vel sóttur og voru þátttakendur um 20 frá 15 stofnunum og jafn mörgum löndum.
Fjallað var m.a. um geymslu gagna, skrásetningu á gæðum gagna, ERM, ESDIN, gæðamódel og gæðaskoðun gagna og margt fleira. Vettvangur sem þessi hefur reynst mjög gagnlegur þar sem fólki gefst kostur á að afla sér upplýsinga um ýmislegt sem tengist gæðamálum landupplýsinga almennt en einnig upplýsinga sem tengjast afmörkuðum Evrópuverkefnum.
Hópurinn hittist tvisvar á ári og markmiðið er meðal annars að koma á tengslaneti þeirra sem fara með gæðamál innan sinna stofnana og miðla þekkingu innan hópsins. Fulltrúar Landmælinga Íslands á fundinum voru Anna Guðrún Ahlbrecht og Saulius Prizginas.