Fundur Arctic SDI verkefnisins hjá LMÍ
Þessa dagana stendur yfir fundur Arctic SDI verkefnisins hjá Landmælingum Íslands. Arctic SDI er samstarfsverkefni átta þjóða á norðurslóðum og snýr að uppbyggingu grunngerðar fyrir landupplýsingar og tengingu kortagrunna á Norðurheimsskautssvæðinu. Markmiðið með verkefninu er að nýta sem best kort og landupplýsingar sem til eru af svæðinu m.a. til að fylgjast með umhverfisáhrifum og fjölbreyttu lífríki.
Á fundinum er fjallað um kortamál á norðurslóðum og samræmingu kortagagna til notkunar fyrir vísindasamfélagið. Þá fundar hópurinn einnig með tveimur vinnuhópum Norðurheimsskautsráðsins, annarsvegar CAFF og hins vegar PAME, um aðkomu þeirra að Arctic SDI.