Fundur Arctic SDI haldinn hjá Landmælingum Íslands
Í vikunni var haldinn fundur landstengiliða í Arctic SDI verkefninu, hjá Landmælinum Íslands. Arctic SDI er samstarfsverkefni þjóða á norðurslóðum við uppbyggingu grunngerðar fyrir landupplýsingar og tengingu kortagrunna á Norðurskautssvæðinu. Markmiðið er að nýta sem best kort og landupplýsingar sem til eru af svæðinu m.a. í tengslum við umhverfisáhrif og fjölbreytt lífríki.
Þá var einnig haldinn fundur fulltrúa ARMSDIWG sem er vinnuhópur um grunngerð landupplýsinga á hafsvæðum á norðurslóðum. Samstarf milli ARMSDIWG og Arctic SDI er mikilvægt en með því samnýtast ekki aðeins landupplýsingar á hafi og landi heldur einnig skipulag samstarfsins.
Loks var fundað með fulltrúa CAFF sem er vinnuhópur undir Norðurskautsráðinu (Arctic Council) en samvinna um aukið aðgengi að gögnum Norðurskautsráðsins er eitt af helstu markmiðum samstarfsins við CAFF.