Frumathugun á samlegð Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands
Umhverfis og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson og innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir hafa samþykkt tillögu forstjóra Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands um að gerð verði frumathugun á samlegð í starfsemi þessara stofnanna. Frumathugunin verður unnin í nánu samstarfi Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands og í samráði við þau ráðuneyti sem þessar stofnanir heyra undir
Eftirfarandi þættir verða hafðir til grundvallar við athugunina:
- Greina núverandi starfsumhverfi stofnananna og meta hvernig ytri aðstæður geti haft áhrif á starfsemina á næstu árum.
- Greina innviði stofnananna til að meta hve vel þær eru búnar undir samþættingu eða sameiningu.
- Lýsa framtíðarsýn og skilgreina markmið með samþættingu eða sameiningu.
- Gera tillögur um valkosti.