Fréttabréfið Kvarðinn er komið út
Annað tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2014 er komið út. Í blaðinu er meðal annars sagt frá Copernicus-áætluninni en þar er um að ræða evrópska vöktunaráætlun sem tekur til vöktunar á yfirborði og umhverfi jarðarinnar. Sagt er frá ávinningi þess að gera landfræðileg gögn gjaldfrjáls í Danmörku og í blaðinu er viðtal við Guðmund Valsson mælingaverkfræðing. Hægt er að skoða blaðið með því að smella HÉR.