Fara í efni

Framtíð INSPIRE með MIG hópi

Nú hefur innleiðing INSPIRE tilskipunarinnar staðið yfir í nokkur ár í Evrópu og komin ákveðin reynsla á nokkra þætti verkefnisins. Á heimasíðu INSPIRE segir að allt skipulag þarfnast viðhalds (e. maintenance) og framþróunar (e. evolution) ef það á að halda áfram að þjóna þeim tilgangi sem það var hugsað fyrir í upphafi. Því voru fyrir tæpu ári síðan lögð fram drög að svokölluðum „MIG“ hópi, sem stendur fyrir „Maintenance and Implementation Group“. Tilgangur MIG er að styðja við og „rétta af“ ýmsa þætti sem tengjast innleiðingu INSPIRE og nær til fjölmargra verkefna sem stofnað var til í tengslum við innleiðinguna t.d. mismunandi hópa um gagnaþemu.

Frá því INSPIRE verkefnið hófst hefur orðið til mikil sérkunnátta meðal sérfræðinga víða í Evrópu. Tilgangurinn með MIG er að koma á tenglsneti milli þessara sérfræðing og miðla reynslu sem tengist innleiðingunni og viðhaldi á því sem þegar hefur verið gert. Fyrsti fundur hópsins („kick-off meeting“) var haldinn 14. október síðastliðinn í höfuðstöðvum evrópsku umhverfisstofnunarinnar í Kaupmannahöfn (Europena Environment Agency – EEA). Lagður var grunnur að samskiptaneti og séfræðingar hvattir til að skrá sig í sérfræðingahóp á heimasíðu INSPIRE, einnig að skrá sérkunnáttu sína. Þessi sérfræðingahópur er hugsaður til að svara spurningum þeirra sem vinna í verkefnum tengdum innleiðingu INSPIRE víða um Evrópu. (http://inspire.jrc.ec.europa.eu/index.cfm/pageid/5160)

Í framhaldi af fundinum í Kaupmannahöfn er verið að vinna að skipulagi í kringum samskiptanet hópsins svo skilvirknin sé tryggð, því mikil þörf er á að skapa grundvöll þar sem aðilar geta miðlað reynslu sinni á þessum tímapunkti í verkefninu. Landmælingar Íslands munu taka þátt í MIG hópnum og nýta þessa samvinnu m.a. til að fá svör við fjöldamörgum spurningum og hugleiðingum í tengslum innleiðingu INSPIRE hér á landi.

Á meðfylgjandi mynd má sjá höfuðstöðvar EEA í Kaupmannahöfn

Â