Fara í efni

Forstjóri finnsku landmælingastofnunarinnar í heimsókn

Undanfarna daga hefur Risto Kuittinen forstjóri Finnsku landmælingastofnunarinnar FGI verið á landinu.  Risto er hingað kominn til að kynna sér starfsemi Landmælinga Íslands og að fylgjast með samstarfsverkefni LMÍ og FGI um algildar þyngdarmælingar en mælingar á þyngdarhröðun eru ein af grunnstoðum landmælingafræðanna.  Þær gefa nauðsynlegar upplýsingar við rannsóknir á breytingum jarðar sem ekki er hægt að fá með neinum öðrum mæliaðferðum og eru Finnar meðal þeirra fremstu í þessum fræðum í heiminum.