Fara í efni

"Fjársjóðskista" Landmælinga Íslands

Á hádegisverðarfundi LÍSU samtakanna sem haldinn var 4. desember síðastliðinn hélt Eydís Líndal Finnbogadóttir forstöðumaður, erindi um landfræðileg gögn í vörslu Landmælinga Íslands. Gott aðgengi að gögnum opinberra aðila er mikilvægur þáttur í upplýsingamiðlun stjórnvalda og sem hluti af rafrænni stjórnsýslu. Hjá Landmælingum Ísland er að finna mikinn fjársjóð gagna sem segja sögu lands og þjóðar í kortum, tölum  og myndum. Mest af þessu efni er aðgengilegt notendum á heimasíðu stofnunarinnar og geta þeir í mörgum tilfellum halað niður efni til eigin nota. Í erindi Eydísar er tínt upp úr „fjárssjóðskistu  Landmælinga Íslands“ og ættu lesendur að fá góða yfirsýn yfir þau verðmæti sem leynast þar.

Glærur frá erindi Eydísar má sjá hér