Fara í efni

Fjallgöngur og mælingar

"Mikil útivistarvakning hefur orðið á síðustu árum meðal landsmanna og er varla neinn talinn maður með mönnum nema hann skottist reglulega á Esjuna eða annað heimafjall." Með þessum orðum hefst grein um fjallgöngur nokkurra starfsmanna Landmælinga Íslands og gps mælingar sem þeir hafa gert í ferðum sínum. Í greininni, sem skrifuð er af Eydísi L. Finnbogadóttur, Ástu Kristínu Óladóttur og Guðmundi Valssyni er m.a. sýndur samanburður á mælingum þeirra og  danskra landmælingamanna frá því í byrjun síðustu aldar. Greinina má lesa með því að smella hér.

Â