Fitjuskrár aðgengilegar á vef LMÍ
Fljótlega eftir áramót kemur út frumvarp að 2. útgáfu staðalsins ÍST 120 Skráning og flokkun landupplýsinga – Fitjuskrár. Í samræmi við breytingar á umfangi staðalsins eru fitjuskrárnar sem tengjast staðlinum núna aðgengilegar hér á heimasíðu LMÍ.
Öll skjölin eru enn sem komið er drög að fitjuskrám en verða gefin út um leið og önnur útgáfa staðalsins ÍST 120 Skráning og flokkun landupplýsinga - Fitjuskrá verður samþykkt.
Markmiðið með þessu fyrirkomulagi er að bæta aðgengi að fitjuskránum og þar með að ná til enn fleiri notenda / framleiðenda landupplýsinga.
Með þessu móti er auðveldara að koma til skila öllum breytingum sem þarf að gera á fitjuskránum. Þetta auðveldar uppfærslu fitjuskránna óháð uppfærslu staðalsins. Breytingar í fitjuskrám eru oft tengdar breytingum af mismunandi toga í umhverfinu og það þarf að vera mögulegt að bregðast skjótt við og uppfæra einstakar fitjuskrár óháð hverri annarri eða staðlinum sjálfum.
Fitjuskrárnar eru þar með ekki lengur hluti af staðlinum en þemaskipting þeirra er skilgreind í ÍST 120 og vísað er á þær úr staðlinum. Mælt er með því að fitjuskrárnar verði notaðar eftir sem áður við flokkun landupplýsinga enda er komin góð reynsla á samræmdri flokkun og skráningu landupplýsinga.