Eldingu sló niður í jarðstöð
Bilun varð í jarðstöð Landmælinga Íslands við Alviðruhamarsvita þann 15. desember sl. þegar eldingu sló niður í rafmagnsstaurasamstæðu stutt frá stöðinni. Þetta leiddi til verulegra spennuhækkunar í rafveitukerfinu í örskamma og varð þess valdandi að nánast allur búnaður stöðvarinnar eyðilagðist, þ.e.a.s. rafgeymir, hleðslutæki, breytar, netbeinir og GNSS loftnetið. GNSS móttakarinn var eina tækið sem skemmdist ekki. Viðgerð á stöðinni stóð yfir í tvo daga og gekk öll sú vinna mjög vel. Erfiðasta hluti verkefnisins var að komast á staðinn, en snjór og klaki á ám og lækjum tafði för. Notendur leiðréttingarkerfisins IceCORS urðu ekki varir við bilunina þar sem IceCORS kerfi Landmælinga Íslands er orðið það þétt að þó að ein og ein stöð detti út tímabundið þá líður nákvæmni og áreiðanleiki kerfisins ekki fyrir það.