Fara í efni

Dagskrá ráðstefnu um grunngerð landupplýsinga

Fjölbreytt dagskrá verður á ráðstefnu um grunngerð landupplýsinga "Á réttri leið?" sem haldin verður á Grand Hótel í Reykjavík 30. apríl næstkomandi. Að ráðstefnunni standa Landmælingar Íslands ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Fyrirlesarar eru frá nokkrum innlendum stofnunum og fyrirtækjum auk þriggja erlendra fyrirlesara. Meðal þess sem fjallað verður um er hvernig INSPIRE nýtist við skipulag gagna við aðalskipulag sveitarfélaga, gagnagrunn um náttúru Íslands og í erlendum samstarfsverkefnum. Þá mun einnig verða fjallað um hvernig gögn ýmissa stofnana tengjast og hvernig og hvort um skörun er að ræða.

Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar.

Â