Starfrænt gagnaþon fyrir umhverfið
Gagnaþon fyrir umhverfið er nýsköpunarkeppni, opin öllum. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á gögnum ríkisins, en einnig að virkja almenning í að koma með sniðugar lausnir í umhverfismálum, efla tengslanet þátttakenda og ýta undir nýsköpun í samræmi við Nýsköpunarstefnu fyrir Ísland.
Svokallað hakkaþon verðu haldið á vegum fjármálaráðuneytisins 12. – 19. ágúst og er það í fyrsta sinn sem keppnin er haldin. Ásamt ráðuneytinu taka nokkrar ríkisstofnanir þátt í verkefninu bæði með því að útvega gögn og gagnalýsingar einnig með því að taka virkan þátt í mótun þess. Landmælingar Íslands eru meðal þessara stofnana en hjá stofnuninni er veitt aðgengi að miklu magni stafrænna landupplýsinga.
Sjá má nánar um gagnaþon/hakkaþon á facebókarsíðunni https://www.facebook.com/gagnathon/ Hægt er að skoða gagnasett og skrá sig til þátttöku á síðunni https://hakkathon.island.is/ og er fólk hvatt til þess að taka þátt í keppninni. Veitt verða peningaverðlaun í þremur flokkum, fyrir besta gagnaverkefnið, endurbætta lausn og bestu hugmyndina.