Fara í efni

Breytingar á lögum um landmælingar og grunnkortagerð

Þann 31. maí síðastliðinn samþykkti Alþingi frumvarp til  breytinga á lögum nr. 103/2006 um landmælingar og grunnkortagerð. Breytingarnar eru einkum gerðar til að bregðast við þeirri þróun sem hefur orðið í öflun, notkun og miðlun nákvæmra stafrænna landupplýsinga, en á undanförnum árum hefur notkun slíkra gagna aukist verulega meðal almennings, fyrirtækja og stjórnvalda. Lagabreytingarnar festa einnig í sessi gjaldfrelsi gagna Landmælinga Íslands og er ætlað að stuðla að auknu samstarfi ríkisstofnana og sveitarfélaga og bæta nýtingu á opinberu fé. Víða um heim hafa stafræn landakort og aðrar opinberar landupplýsingar með mikilli nákvæmni verið gerð aðgengileg fyrir alla án gjaldtöku. Hefur það leitt til stóraukinnar notkunar og nýsköpunar á sviði upplýsingatækni og aukið tækifæri fyrir fyrirtæki og opinbera aðila til að veita skilvirkari og ódýrari þjónustu í tengslum við landupplýsingar. Breytingar á lögunum hafa þegar öðlast gildi. Â