Fara í efni

Bæklingur um grunngerð landupplýsinga

Á undanförnum árum hafa Landmælingar Íslands unnið að því í nánu samráði við umhverfis- og auðlindaráðuneytið að byggja upp grunngerð stafrænna landupplýsinga á Íslandi. Landupplýsingar eru grunngögn sem þarf til að búa til landakort, skipulagskort eða annað sem bundið er staðsetningu. Landupplýsingar eru birtar sem línur, flákar, punktar, myndir eða textar, líkt og vegir, heimilisföng, hæðarlínur, vötn/ár, lagnir, örnefni, skipulögð svæði og fleira. Á haustdögum 2016 gáfu Landmælingar Íslands út upplýsingabækling um grunngerð landupplýsinga. Í bæklingnum er útskýrt á einfaldan hátt hvað felst í verkefninu grunngerð stafrænna landupplýsinga. Settar eru fram skýringamyndir til að sýna ferlið við samtengingar landupplýsinga auk þess sem fjallað er um samtengingu við INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins. Bæklingurinn er hugsaður fyrir þá sem hafa hafa opinberar landupplýsingar í umsjón sinni hvort heldur sem er stofnanir eða sveitarfélög.