Fara í efni

Betri kort hjá björgunarsveitum

Landmælingar Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörggera samstarfssamning Landmælingar Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa ákveðið með samningi, sem undirritaður var í dag 13. júlí 2007, að efla samstarf sitt til að auka notkun korta og annarra landupplýsinga í starfsemi björgunarsveita á Íslandi. Samstarf þetta er þróunarverkefni í þágu almannaöryggis og er meginmarkmiðið að auka og bæta upplýsingastreymi til björgunaraðila. Starfsemi Slysavarnafélagsins Landsbjargar er mjög umfangsmikil og í slíku starfi þarf oft að nota kort til að skipuleggja flókin verkefni. Alls eru meðlimir í Slysavarnafélaginu Landsbjörg um 18 þúsund og starfa þeir langflestir sem sjálfboðaliðar í björgunarsveitum og slysavarna- og unglingadeildum víðsvegar um landið.   Frekari upplýsingar veita: Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands Sími 430 9000 magnus@lmi.is eða Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar Sími 552 7260 kristinn@landsbjorg.is