Ársskýrsla Landmælinga Íslands 2020
Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2020 er komin út. Í ársskýrslunni er litið yfir helstu verkefni ársins og þann árangur sem stofnunin náði á árinu. Á þessu eftirminnilega ári voru margar nýjar áskoranir sem þurfti að bregðast við og í ávarpi sínu fjallar Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstjóri meðal annars um hve mikilvægt sé að nýta þessa reynslu til að byggja upp vinnustað framtíðarinnar þar sem fjarvinna og fjarfundir spila stærra hlutverk og opna á meiri samvinnu milli stofnana.
Ársskýrslan er eingöngu gefin út á rafrænu formi.