Fara í efni

Alþingi samþykkir ný lög um grunngerð

Mánudaginn 2. maí voru samþykkt á Alþingi lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar nr. 44/2011. Markmið laganna er að byggja upp og viðhalda grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á vegum stjórnvalda og tryggja aðgengi stjórnvalda og almennings að landupplýsingum.

Unnið hefur verið í nokkurn tíma að gerð þessara laga og tengjast þau svokallaðri INSPIRE-tilskipun Evrópusambandsins.

Með lögunum fá Landmælingar Íslands nýtt hlutverk en stofnuninni er falið að fara með framkvæmd laganna, einkum því sem lítur að svonefndri landupplýsingagátt, þar sem framkvæmd laganna fellur undir umhverfisráðuneytið.

Landmælingar Íslands fagna því að nú séu lögin samþykkt og hlakka til að takast á við nýtt og umfangsmikið verkefni sem sýnt þykir að muni verða til hagsbóta fyrir allt samfélagið.

Til stendur hjá Landmælingum Íslands að gefa út fréttabréf vegna grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar og innleiðingu INSPIRE-tilskipunarinnar á næstu mánuðum til að sem flestir geti fylgst með framgangi mála enda er hér um sameiginlegt verkefni fjölmargra opinberra aðila að ræða.

Ferill málsins á Alþingi

Upplýsingar um INSPIRE