Aðgangur að tveggja metra hæðarlínum af völdum svæðum landsins
Í fórum Landmælinga Íslands eru ýmis gögn sem eiga mismunandi uppruna en eru þess eðlis og á þannig sniði að erfitt getur verið að nýta þau í almenna korta- og gagnavinnslu. Meðal slíkra gagna eru hæðarupplýsingar og hefur stofnunin byrjað aðútbúa tveggja metra hæðarlínur fyrir valin svæði, þ.e. svæði þar sem gagna í háum gæðaflokki hefur verið aflað. Slík gögn eru m.a. lidargögn þar sem eitt hæðargildi er fyrir hvern 1-2 fermetra lands eða gögn sem unnin eru eftir loftmyndum. Gögnin má nálgast á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands en þar má nú þegar sjá gögn frá Hvoli, Mýrum á Vesturlandi og Lónsheiði.
Â
Â
Â
Â
Â