Fara í efni

Afmælisráðstefna og opið hús 20. maí 2016

Árið 2016 er alveg sérstakt hjá Landmælingum Íslands vegna þess nú eru 60 ár eru frá því að stofnunin var sett á laggirnar. Að því tilefni verður haldin afmælisráðstefna þann 20. maí kl. 9:00 - 12:00. Ráðstefnan verður haldin í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness. Umfjöllunarefnið á ráðstefnunni er mikilvægi góðra korta og landupplýsinga í samfélaginu m.a. í tengslum við örnefni, leit og björgun, náttúruvá og ferðaþjónustu. Umhverfis- og auðlindaráðherra Sigrún Magnúsdóttir mun setja ráðstefnuna.     Eftir hádegið sama dag verður svo opið hús frá 14:00 - 17:00 hjá Landmælingum Íslands þar sem gestir geta hitt starfsmenn og kynnt sér starfsemina. Samhliða ráðstefnunni verður sýning í Tónbergi, þar sem börn úr þriðja bekk Brekkubæjarskóla og fjórða bekk Grundaskóla á Akranesi sýna afrakstur verkefna um Ísland, örnefni og náttúru m.a. í tengslum við afmæli Landmælinga Íslands. Við hlökkum til að sjá ykkur á Skaganum 20. maí nk., takið daginn endilega frá Starfsfólk Landmælinga Íslands