Fara í efni

Afmælismerki LMÍ

Afmælismerki LMÍ Á árinu 2016 verða Landmælingar Íslands 60 ára. En stofnunin var sett á laggirnar í ársbyrjun 1956 og varð þá til ný ríkisstofnun sem sett var yfir verkefnin landmælingar, loftmyndatökur og gerð korta af Íslandi. Í tilefni 60 ára afmælisins unnu tveir starfsmenn LMí, þau Guðni Hannesson og Anna Guðrún Ahlbrecht að því að setja afmælisbrag á merki Landmælinga Íslands. Á árinu mun allt efni sem stofnunin sendir frá sér, rafrænt sem prentað innihalda afmælismerki stofnunarinnar og þannig minna okkur um leið á uppruna hennar. Í tilefni af 60 ára afmælinu er nú verið að undirbúa ráðstefnu sem verður haldin þann 20. maí næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi og verður hún nánar auglýst síðar