Að nota ISN2016 í QGIS
Mest notuðu landupplýsingakerfin á Íslandi eru ArcGIS og QGIS. Sem stendur er ISN 2016 landshnitakerfið ekki orðið hluti af QGIS og því hafa starfsmenn Landmælinga Íslands útbúið skriftur fyrir Windows og Linux stýrikerfin til að setja ISN2016 inn í QGIS (útgáfur 3 ). Leiðbeiningar og aðgangur að skriftunum er að finna á leiðbeiningasíðu Landmælinga Íslands, leidbeiningar.lmi.is en þar er einnig að finna ýmsar aðrar nytsamlegar leiðbeiningar fyrir ýmsar þjónustur stofnunarinnar.
Þegar skriftan hefur verið keyrð inn einu sinni, á ISN 2016 landshnitakerfið að vera orðið hluti af QGIS og eiga notendur því ekki að lenda í vandræðum með að nota gögn í ISN 2016 með gögnum í öðrum hnitakerfum.