800 ný örnefni af Þingvöllum í einum poka
Í byrjun október var haldið málþing á Þingvöllum um fornleifar, skráningu þeirra og staðsetningu í þjóðgarðinum. Við þetta tækifæri afhenti Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður Eydísi Líndal Finnbogadóttur, forstjóra Landmælinga Íslands um 800 örnefni úr þjóðgarðinum í tölvuskrá en henni fylgdi fullur poki af örnefnum rituð á miða. Skráning örnefnanna í örnefnagrunn Landmælinga Íslands hefur þegar hafist.
Árlega eru skráð eða lagfærð um 10.000 örnefni í örnefnagrunn Landmælinga Íslands og því er ljóst að það er mikill akkur í að fá þennan mikla fjölda örnefna á einu bretti inn í þann fjársjóð sem örnefnagrunnur Landmælinga Íslands er.