Fara í efni

ISN93

Grunnstöðvanetið er grundvöllur annarra landmælinga hér á landi og þar með undirstaða stafrænnar kortagerðar, landfræðilegra upplýsingakerfa og verklegra framkvæmda. Hægt er að fá frekari upplýsingar um grunnstöðvanetið og skoða gagnvirka yfirlitsmynd með mælistöðvum grunnstöðvanetsins með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan.

Grunnstöðvanet með 119 mælistöðvum var mælt með GPS-mælingum 3. til 13. ágúst 1993. Netið og sú viðmiðun (ISN93), sem með því fékkst, er grundvöllur annarra landmælinga hér á landi og þar með undirstaða stafrænnar kortagerðar, landfræðilegra upplýsingakerfa og verklegra framkvæmda. Grunnstöðvanetið kemur í stað þríhyrninganets, sem mælt var 1955 og 1956. Þríhyrninganetið fullnægði ekki lengur kröfum um nákvæmni, mælistöðvar eru ekki nægilega aðgengilegar og sumar eru glataðar.

Hnitaskrá grunnstöðvanetsins

Reglugerð um viðmið ÍSN93

Helstu not af grunnstöðvanetinu frá 1993 eru eftirfarandi:

  • Mælingar fyrir ný kort eru mun þægilegri og ódýrari vegna góðs aðgengis að mælistöðvum.
  • Bæjarfélög hafa möguleika á að mæla nákvæm bæjarnet án mikils tilkostnaðar.
  • Mun auðveldara er að framkvæma mælingar vegna vegagerðar, hafnagerðar, línulagna og annarra verklegra framkvæmda á nákvæman og öruggan hátt í einu viðmiðunarkerfi fyrir allt landið.
  • Við mælingu eignamarka þá henta gervitunglamælingar sérlega vel, því þá er ekki þörf fyrir nákvæmar hæðir yfir sjó.
  • Öll vöktun verður nákvæm og örugg, t.d. á jarðskorpuhreyfingum vegna jarðskjálfta.
  • Gerir yfirvöldum flugmála auðveldara fyrir að setja upp og prófa kerfi til loftsiglinga og aðflugs.
  • Öflun gagna fyrir landupplýsingakerfi er mun þægilegri og ódýrari vegna góðs aðgengis að GPS-stöðvum.